Andri Þór Björnsson, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2016 | 09:30

Úrtökumót Nordic Golf: Andri Þór T-3! 3: Andri, Björn og Haraldur komust á lokastigið!

Alls hófu sjö íslenskir kylfingar leik á úrtökumótinu fyrir Nordic Golf League atvinnumótaröðina:

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR,
Haraldur Franklín Magnús, GR,
Björn Óskar Guðjónsson, GM,
Theodór Emil Karlsson, GM,
Andri Þór Björnsson, GR,
Tumi Hrafn Kúld, GA,
Hrafn Guðlaugsson, GSE,

Til stóð að Sturla Höskuldsson, GA, golfkennari reyndi líka fyrir sér í mótinu en hann mætti ekki.

Af ofangreindum 7 sem tóku þátt í mótinu komust 3 Íslendinganna inn á lokastigið, sem fram fer 13.-15. október n.k., en aðeins 22 efstu af 78 þátttakendum mótsins komust áfram.

Þessir 3 Íslendingar voru Andri Þór Björnsson, GR en hann náði þeim frábæra árangri að landa 3. sætinu. Skor hans var 2 undir pari, 142 högg (73 69).

Haraldur Franklín Magnús, GR, var líka á glæsilegu skori samtals 1 undir pari, 143 höggum og varð í 6. sæti.

Björn Óskar Guðjónsson, GM var síðan 3. Íslendingurinn inn á lokastigið með stórfínt skor upp á 2 yfir pari, 146 högg (72 74) en hann varð í 14. sæti.

Leikið var á Trent Jones JR. vellinum í Danmörku og voru þátttakendur 78 í þessum hluta úrtökumótsins.

Sjá má lokastöðuna á úrtökumótinu með því að SMELLA HÉR: