Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2016 | 18:00

Úrtökumót Nordic Golf: 7 íslenskir kylfingar hófu leik í dag – Björn Óskar bestur

Alls hófu sjö íslenskir kylfingar leik á úrtökumótinu fyrir Nordic Golf League atvinnumótaröðina.

Leikið er á Trent Jones JR. vellinum í Danmörku.

Alls komast 22 efstu af þessu móti inn á lokastigið sem fram fer um næstu helgi.

Eftirtaldir kylfingar tóku þátt:

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR,
Haraldur Franklín Magnús, GR,
Björn Óskar Guðjónsson, GM,
Theodór Emil Karlsson, GM,
Andri Þór Björnsson, GR,
Tumi Hrafn Kúld, GA,
Hrafn Guðlaugsson, GSE,

Sturla Höskuldsson, GA, golfkennari var skráður til leiks en mætti ekki.

Af ofangreindum 7 kylfingum stóð Björn Óskar Guðjónsson úr GM sig best fyrsta daginn; lék á pari vallar og er í 11. sæti.

Sjá má stöðuna á úrtökumótinu með því að SMELLA HÉR: