Úrtökumót LET: Guðún Brá á +2 e. 1. dag í Marokkó
Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili hóf keppni í dag á lokaúrtökumótinu fyrir LET Evrópumótaröðina. Guðrún Brá komst örugglega í gegnum fyrra stig úrtökumótsins sem fór einnig fram í Marókkó líkt og lokaúrtökumótið.
Þetta er sjötta árið í röð þar sem lokúrtökumótið fer fram í Marokkó og úrslitin ráðast þann 20. desember.
Alls eru 106 keppendur frá 18 þjóðum sem keppa á tveimur völlum, Amelkis og Palm Golf Ourika Marrakech. Alls eru leiknir fimm 18 holu hringir og komast 60 efstu áfram á lokahringinn. Alls komast 25 efstu á LET Evrópumótaröðina. Fimm efstu komast í styrkleikaflokk 5b og þær sem enda í sætum 6.-25. verða í styrkleikaflokki 8a.
Þetta er í fyrsta sinn sem Guðrún Brá reynir fyrir sér á úrtökumótinu fyrir LET. Alls eru 53 leikmenn á úrtökumótinu sem eru í fyrsta sinn á lokaúrtökumótinu.
Í dag lék Guðrún Brá á 2 yfir pari, 74 höggum og er sem stendur T-68. Efst eftir 1. dag er þýski kylfingurinn Louisa Dittrich á 6 undir pari, 66 höggum.
Sjá má stöðuna á lokaúrtökumótinu með því að SMELLA HÉR:
Guðrún Brá er fjórði íslenski kylfingurinn sem kemst í lokaúrtökumótið hjá LET Evrópumótaröðinni. Ólöf María Jónsdóttir braut ísinn fyrst allra á sínum tíma með því að tryggja sér keppnisrétt á LET. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir fylgdu síðan í kjölfarið og Guðrún Brá gæti því orðið fjórða íslenska konan sem tryggir sér keppnisrétt á mótaröð þeirra bestu í Evrópu.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
