Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 19. 2017 | 17:00

Úrtökumót LET: Guðrún Brá komst á lokaúrtökumótið!!! – Berglind úr leik

Þær Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Berglind Björnsdóttir, GR tóku þátt í undanúrtökumóti Lalla Aicha Tour School þ.e. undanúrtökumóti fyrir Evrópumótaröð kvenna (Ladies European Tour, skammst. LET).

Guðrún Brá lauk leik  T-4, þ.e. jöfn tveimur öðrum kylfingum í 4. sætinu, sem er stórglæsilegt!

Guðrún Brá lék á samtals 1 undir pari, 287 höggum (73 68 73 73) og komst við þetta á lokaúrtökumótið þar sem ræðst hvort hún fær keppnisrétt á bestu kvenmótaröð Evrópu (Ladies European Tour, skammst. LET).

Berglind Björnsdóttir, GR, tók einnig þátt, en náði því miður ekki að sýna sitt rétta andlit og besta leik og lauk keppni á 20 yfir pari, 308 höggum (78 77 77 76).

Sjá má lokastöðuna á úrtökumótinu Lalla Aicha Tour School með því að SMELLA HÉR: