Andri Þór Björnsson, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 6. 2016 | 18:00

Úrtökumót fyrir Evróputúrinn: Andri Þór T-35 e. 3. dag á Las Colinas

Andri Þór Björnsson, GR, tekur þátt í 2. stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina.

Barist er um sæti á 3. og lokastiginu og verður Andri Þór að gefa vel í ef það á að takast á morgun. Búast má við því að 20 efstu og þeir sem jafnir eru í 20. sætinu komist áfram á lokastigið.

Sem stendur er Andri Þór í 35. sæti, sem hann deilir með tveimur öðrum; Franck Daux frá Frakklandi og Chris Hemmerich frá Kanada.

Eins og staðan er nú þarf Andri Þór að ná upp 4 höggum til þess að vera öruggur með sæti á lokaúrtökumótið.

Andri Þór er búinn að spila á 2 yfir pari, 215 höggum (68 73 74). Til þess að vera í öruggu sæti 19. sætinu fyrir lokahringinn hefði Andri Þór þurft að vera á 2 undir pari; sem sagt 4 högg sem þarf að vinna upp …. a.m.k.

Allt getur þó enn breyst á morgun, en ljóst er að Andri Þór verður að spila gríðarlega vel til þess að eiga möguleika að komast á lokaúrtökumótið, þannig að pressan er gífurleg.

Golf 1 óskar Andra Þór alls hins besta á morgun!!!

Til þess að sjá stöðuna á 2. stigs úrtökumótinu á Las Colinas SMELLIÐ HÉR: