Andri Þór Björnsson, GR. Mynd: Golf 1 Úrtökumót fyrir Evróputúrinn: Andri Þór T-35 e. 3. dag á Las Colinas
Andri Þór Björnsson, GR, tekur þátt í 2. stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina.
Barist er um sæti á 3. og lokastiginu og verður Andri Þór að gefa vel í ef það á að takast á morgun. Búast má við því að 20 efstu og þeir sem jafnir eru í 20. sætinu komist áfram á lokastigið.
Sem stendur er Andri Þór í 35. sæti, sem hann deilir með tveimur öðrum; Franck Daux frá Frakklandi og Chris Hemmerich frá Kanada.
Eins og staðan er nú þarf Andri Þór að ná upp 4 höggum til þess að vera öruggur með sæti á lokaúrtökumótið.
Andri Þór er búinn að spila á 2 yfir pari, 215 höggum (68 73 74). Til þess að vera í öruggu sæti 19. sætinu fyrir lokahringinn hefði Andri Þór þurft að vera á 2 undir pari; sem sagt 4 högg sem þarf að vinna upp …. a.m.k.
Allt getur þó enn breyst á morgun, en ljóst er að Andri Þór verður að spila gríðarlega vel til þess að eiga möguleika að komast á lokaúrtökumótið, þannig að pressan er gífurleg.
Golf 1 óskar Andra Þór alls hins besta á morgun!!!
Til þess að sjá stöðuna á 2. stigs úrtökumótinu á Las Colinas SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
