Andri Þór Björnsson, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2016 | 23:00

Úrtökumót f. Nordic Golf: Andri Þór T-2 f. lokahringinn – Andri, Axel og Haraldur Franklín hafa þegar tryggt sér takmarkaðan þátttökurétt

Andri Þór Björnsson, GR, Axel Bóasson, GK og Haraldur Franklín Magnús, GR komust allir í gegnum niðurskurð á lokaúrtökumótinu fyrir Nordic Golf mótaröðina, sem fram fer í Skjoldenæsholm Golf Center, í Skjoldenæs í Danmörku og hafa þeir því nú þegar tryggt sér takmarkaðan spilarétt á mótaröðinni.

Ljúki þeir leik á morgun í einu af 25 efstu sætunum hljóta þeir fullan spilarétt.

Andri Þór er T-2 fyrir lokahringinn á 4 undir pari, 140 höggum (71 69).

Axel er T-18 fyrir lokahringinn á 1 yfir pari, 145 höggum (69 76).

Haraldur Franklín er T-67 á 8 yfir pari, 152 höggum (73 79).

Björn Óskar Guðjónsson, GM sem einnig tók þátt í úrtökumótinu komst ekki í gegnum niðurskurð á 12 yfir pari en niðurskurður var miðaður við 8 yfir pari eða betra.

Sjá stöðuna í lokaúrtökumótinu eftir 2. dag með því að SMELLA HÉR: