Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er uppáhaldskylfingur Andra Steins. Mynd: LET Access
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 21. 2016 | 10:00

Úrtökumót f. LPGA: Ólafía Þórunn T-43 e. 1. dag

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur úr GR, lék fyrsta hring á  2. stigi úrtökumótsins fyrir stærstu atvinnumótaröð heims í kvennaflokki, LPGA mótaröðina í Bandaríkjunum.

Úrtökumótið fer fram á Plantation golfsvæðinu í Flórída í Bandaríkjunum. Alls taka 192 keppendur þátt og er leikið á tveimur keppnisvöllum sem kallast Bobcat og Panther.

Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að leiknar verða 72 holur eða fjórir keppnishringir á fjórum dögum. Þeir kylfingar sem verða í einu af 80 efstu sætunum komast áfram á lokaúrtökumótið eða 3. stigið. Þeir hafa jafnframt tryggt sér keppnisrétt á Symetra mótaröðinni sem er næst sterkasta atvinnumótaröðin í Bandaríkjunum í kvennaflokki.

Ólafía lék í gær á sléttu pari, 72 höggum og er T-43.

Sjá má stöðuna á 2. stigi úrtökumótsins fyrir LPGA með því að SMELLA HÉR: