Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2017 | 19:00

Úrtökumót f. Evróputúrinn: Haraldur T-35 e. 1. dag á Spáni

Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, tekur þátt í 2. stigs úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina, sem fram fer á Desert Springs á Spáni.

Haraldur Franklín fer vel af stað – hann lék 1. hringinn á 2 undir pari, 70 höggum; fékk 5 fugla, 10 pör og 3 skolla.

Eftir 1. dag er Haraldur Franklín T-35 þ.e. deilir 35. sætinu með 12 öðrum kylfingum.

Í efsta sæti mótsins eftir 1. keppnisdag er Frakkinn Amaury Rosaye, en hann hefir spilað á 10 undir pari, 62 höggum og er í nokkrum sérflokki.

Sjá má stöðuna á 2. stigs úrtökumóts fyrir Evróputúrinn í Desert Springs með því að SMELLA HÉR: