Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2017 | 22:00

Úrtökumót f. Evróputúrinn: Haraldur T-20 Axel T-41 og Aron T-67 e. 3. dag

Þrír íslenskir kylfingar freista þess nú á 2. stigs úrtökumótum að komast inn á bestu mótaröð í karlagolfinu, Evróputúrinn.

Þetta eru þeir Aron Snær Júlíusson, GKG; Axel Bóasson, GK og Haraldur Franklín Magnús, GR.

Haraldur spilar á Desert Springs vellinum á Spáni og eftir 3. keppnisdag er hann T-20 með samtals skor upp á 5 undir pari,  211 höggum (70 71 70).

Haraldur Franklín á góða möguleika á því að fá að spila á lokaúrtökumótinu.

Sjá má stöðuna á úrtökumótinu í Desert Springs með því að SMELLA HÉR: 

*****************

Aron og Axel spila á El Saler á Spáni.

Eftir 3. keppnisdag er Axel T-41 með skor upp á 4 yfir pari, 220 höggum (75 71 74).

Aron er T-67 með skor upp á 11 yfir pari, 227 höggum ( 75 76 76).

Sjá má stöðuna á úrtökumótinu á El Saler með því að SMELLA HÉR: