Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1. Úrtökumót f. Evróputúrinn: Birgir Leifur T-102 e. 1. dag á lokaúrtökumótinu!
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, lék í dag 1. hring á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina.
Mótið hefir á undanförnum árum alltaf farið fram á PGA Catalunya vellinum, í Girona á Spáni en að þessu sinni eru spilaðir tveir vellir Lumine golfstaðarins; Hills og Lakes vellirnir.
Birgir Leifur hóf leik á Lakes vellinum í dag.
Hann kom í hús á 2 yfir pari, 73 höggum; fékk 2 fugla, 12 pör og 4 skolla og deilir 102. sætinu með 18 öðrum kylfingum, en 156 kylfingar taka þátt í mótinu.
Í gær ritaði Birgir Leifur á facebook síðu sína:
„Á morgun (innskot Golf 1: Í dag) byrjar síðasta stig úrtökumóts fyrir European tour. Það er sérstaklega gaman að koma hingað með það veganesti að vera búinn að tryggja sig inn á European tour fyrir komandi tímabil með árangri mínum í sumar á Challenge tour. En með góðum árangri hér get ég bætt stöðu mína örlítið á European tour og fengið fleiri mót. Þannig að nú er bara hlaða byssurnar og ná í slatta af fuglum næstu daga.“
Fjölmargir nú- og fyrrverandi kylfingar á Evrópumótaröðinni taka þátt í mótinu, sem er því geysisterkt og nægir þar t.a.m. að nefna þann sem er efstur, Gary Stal, en hann lék á 7 undir pari, 64 höggum.
Sjá má stöðuna á Lumine með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
