Þórður Rafn Gissurarson, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2017 | 14:30

Úrtökumót Evrópumótaraðarinnar: Þórður Rafn úr leik

Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR, sem tók þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina á Roxburgh Hotel & Golfcourse, í Kelso Skottlandi, komst því miður ekki á 2. stig úrtökumóts Evrópumótaraðarinnar.

Hann lék hringina 4 á samtals 5 yfir pari, 293 höggum (71 78 71 73) og varð jafn 4 öðrum kylfingum í 56. sæti þ.e. T-56.

Þeir 20 sem komust yfir á 2. stig úrtökumóts þurftu að spila á 5 undir pari eða betur.

Sá sem sigraði í Roxburghe úrtökumótinu var Daninn Rasmus Hjelm, en hann lék á samtals 18 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á Roxburghe úrtökumótinu í Skotlandi með því að SMELLA HÉR: