Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2017 | 18:00

Úrtökumót Evrópumótaraðarinnar: 3. hring frestað hjá Aroni og Þórður T-61

Aron Snær Júlíusson, GKG, tekur þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina, sem fram fer í Fleesensee í Þýskalandi.

Hann náði ekki að klára hring sinn í gær vegna veðurs, en það gerði hann í dag og spilaði á glæsilegum 70 höggum og er því samtals búinn að spila á 5 undir pari, 139 höggum (69 70) og er einn í 4. sæti.

Aron byrjaði á 3. hring en honum var frestað til morgundags vegna myrkurs.

Sjá má stöðuna hjá Aron Snæ og í Fleesensee með því að SMELLA HÉR:

Þórður Rafn Gissurarson, GR, tekur hins vegar þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í Roxburgh Hotel & Golfcourse, í Kelso Skottlandi.

Þórður Rafn er búinn að spila á samtals 4 yfir pari, 220 höggum (71 78 71) og er T-61.

Sjá má stöðuna í Roxburgh úrtökumótinu með því að SMELLA HÉR: