Á mynd: Nokkrir þátttakendur í mótinu f.v. Draumahollið (Gunnar Þór Helgason, GKG og Óttar Helgi Einarsson GKG) og og Marel (Guðmundur Ringsted, GK og Sigþór Óskarsson, GK)
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2011 | 18:00

Úrslit: Styrktarmót Tinnu Jóhannsdóttur

Í gær, laugardaginn 24. september fór fram á Hvaleyrinni í Hafnarfirði, mót til styrktar Tinnu Jóhannsdóttur, GK. Alls tóku um 60 fyrirtæki þátt í Styrktarmóti Tinnu. Tinna hefur eins og kunnugt er, ákveðið að gerast atvinnukylfingur og stefnir að því að verða fyrsta íslenska golfkonan sem vinnur sér varanlegan sess á Evrópumótaröð kvenna.

Sjá má úrslit í mótinu með því að smella HÉR:  

Nándarverðlaun hlutu:

4. flöt Sigurmann Rafn Sigurmannsson GK 1,17 m

6.   flöt Heimir Þór GVG 1,13

10. flöt  Ágústa Sveinsdóttir GK 17 cm

16. flöt Gísli Sigurbergsson GK 2,28 m