Elvar Bjarki Friðriksson slær af 1. teig á 1. móti Ecco haustmótaraðar GS
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2011 | 20:53

Úrslit: Árni efstur á 1. móti Ecco haustmótaraðar GS

Í gær, 24. september 2011, fór fram 1. mót á Ecco haustmótaröð GS. Það eru Golfklúbbur Suðurnesja, Ecco og Bláa lónið standa saman að haustmótaröð. Það leit ekki út fyrir að það yrði gott veður, fremur hvasst og rigning á leið frá Reykjavík. En… þegar komið var á Hólmsvöll tók við leirulognið með öfugum formerkjum (þ.e. án gæsalappa) – þ.e. það var alvöru logn og sólskin og það seint í september! Besta golfveður í Leirunni lengi og völlurinn skartaði haustskrúði og var í góðu ásigkomulagi.

Þátttakendur í þessu fyrsta Ecco haustmóti GS voru 53, þar af 1 kona. Veitt voru verðlaun fyrir efstu 3 sætin í höggleik og punktakeppni með forgjöf.

GS: Þátttakendur í Ecco haustmótaröð GS

Helstu úrslit urðu þessi:

Höggleikur án forgjafar:

1. sæti Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, GS, 74 högg

2. sæti Erlingur Arthúrsson, GHG, 79 högg

3. sæti Björgvin Sigmundsson, GS, 79 högg

 

Punktakeppni með forgjöf:

GS: Ecco haustmótaröð GS 2011

1. sæti Árni Gunnlaugsson, GS, 41 pkt.

2. sæti Jóhannes Ellertsson, GS, 39 pkt.

3. sæti Viðar Már Þorsteinsson, 38 pkt.