Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2014 | 10:00

Úrhellisrigning á EM eldri kvenna

Íslenska landslið eldri kvenna tekur þátt í European Senior Ladies’ Team Championship, sem fram fer í  GC Gut Altentann í Austurríki.

Um tveggja daga mót er að ræða, sem átti að standa dagana 2.-3. september, en hefir nú verið fært fram um nokkra daga.

Ekkert var spilað í gær vegna úrhellisrigningar .

Í landsliði eldri kvenna eru:  Kristín Sigurbergsdóttir, Anna Snædís Sigmarsdóttir, Erla Adolfsdóttir, María Guðnadóttir, Steinunn Sæmundsdóttir, Ásgerður Sverrisdóttir og Margrét Geirsdóttir.

Margrét Geirsdóttir fararstjóri liðsiðs hafði eftirfarandi um ástand vallar og horfur á spili að segja:

,Hér rignir eldi og brennisteini. Gut Altentann golfvöllurinn er óleikhæfur vegna bleytu. Við höfum ekkert spilað enn sem komið er. Búið er að fella niður æfingahring sem spila átti í gær (fyrradag) og fyrri dag höggleiks sem leika átti í dag (þ.e. í gæri).  Búið er að fresta seinni hring höggleiks þangað til á fimmtudag (þ.e. til morguns). Ekkert verður spilað á morgun (þ.e. í dag) enda hefur rignt látlaust í allan (gær)dag og samkvæmt  spánni á að rigna til hádegis á morgun (þ.e. í dag).

Höggleikur verður spilaður á fimmtudag (þ.e. á morgun). Ég reikna með að eftir höggðleikinn verði liðunum 17 skipt í 5 riðla. Í fyrstu þremur riðlunum verða 4 lið, í 4. riðli verða 3 lið og þeim 5. 2 lið. Þá verður holukeppni um sæti spiluð á föstudag  og laugardag.

Þetta er versta martröð sem mótshaldarar geta lent í. Við Ísleningarnir höfum mikla samúð með þeim.“

Ef eitthvað breytist og spilað verður fyrr má fylgjast með „konunum okkar“ með því að  SMELLA HÉR: