Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2011 | 08:00

Myndskeið: Viðtal við Tiger eftir frábæran hring hans á Chevron

Tiger Woods leiðir á Chevron World Challenge þegar mótið er hálfnað. Það er gaman að geta skrifað svona fréttir aftur eftir 2 ár. Eftir frábæran hring Tigers upp á 67 högg var tekið viðtal við hann þar sem hann sagði m.a. að hann hefði verið að slá vel allan hringinn og ekki misst nema örfá tækifæri til að gera betur.

Hann sagði um m.a. um 2. höggið sitt á par-5 2. brautinni að hann hefði notað 5-járn.Tiger setti síðan niður arnarpútt. Um högg sitt á 3. braut, þar sem hann fékk fugl sagði  hann að púttið hefði verið frá vinstri til hægri niður í móti og gengið upp. Um 3. höggið á 5. braut sagðist hann hafa notað 3-tré, en höggið var eitt af mörgum glæsilegum lenti inn á flöt og Tiger tvípúttaði og fékk par. Í myndskeiðinu fer Tiger í gegnum allan hringinn og best að sjá það með eigin augum.

Til að sjá myndskeiðið með viðtalinu við Tiger eftir 2. hring á Chevron World Challenge smellið HÉR: