Johnny Miller
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2016 | 12:00

Upprifjun á 63 höggum Johnny Miller 1973

Johnny Miller skrifaði sig í golfsögubækurnar á Opna bandaríska risamótinu 1973, þegar hann var sá fyrsti sem náði hring upp á 63 högg í risamóti.

Það tókst Miller á lokahring Opna bandaríska í Oakmont, en Opna bandaríska sem hefst í dag, fer einmitt fram þar.

Svo virtist sem Miller væri búinn að spila sig úr sigurstöðu þegar hann var 6 höggum á eftir þeim sem leiddu mótið fyrir lokahringinn þ.e. þeim Arnold Palmer, Julius Boros, Jerry Heard og John Schlee.

En Miller sleggjaði boltanum af teig og setti niður pútt eftir pútt og var með fugl á fyrstu 4 holunum og var aðeins 3 höggum á eftir Palmer og öllum effstu 6 tókst að fá fugl á 9. áður en allt snerist Miller í hag á seinni 9.

Miller tókst að setja niður 3 fugla í röð frá 11. holu og Palmer, mjög óvænt missti 3 högg í röð og þurfti Miller því bara að kljást við Schlee og Tom Weiskopf undir lokinn.

Miller græddi enn eitt högg á 15. og þrjú lokapör nægðu til sigurs gegn Schlee en Nicklaus, Palmer og Lee Trevino luku keppni 3 höggum á eftir Miller.

Hér má sjá myndskeið af þessum sögulega sigri Miller á Opna bandaríska á Oakmont 1973 SMELLIÐ HÉR: