Phil Mickelson og Bones kylfuberinn hans
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2017 | 09:00

Upphafið að samstarfi Bones og Phil

Flestir kylfingar vita að Phil Mickelson og Jim „Bones“ Mackay hafa verið kylfings-kylfubera teymi allt frá árinu 1992 eða í 25 ár og því finnst mörgum undarlegt að samstarfi þeirra skuli nú vera að ljúka.

Hins vegar ber að líta á það að Bones hefir ekki alveg gengið heill til skógar, þó ekki hafi það verið gefið upp sem ástæða aðskilnaðs þeirra, sem að öllu leyti virðist vera í mesta vinskap.

Bones gekkst m.a. undir tvöfalda hnjáskiptaaðgerð í lok 2016 og ekki hefir komið fram hvernig eða hvort hann hefir algerlega náð sér eftir hana – Sjá m.a. grein Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR: 

Það sem flestir vita ekki um er upphafið á samstarfi þeirra.

Karen Crouse á New York Times segir frá því í blaðagrein að þjálfari Phil, Loy, hjá Arizona State hafi verið að leita að meðmælum með kylfusveini fyrir Phil þegar hann gerðist atvinnumaður 1992.

Hann sneri sér til Bones, sem á þeim tíma var að vinna sem kylfusveinn fyrir einhvern annan.

Í grein Crouse segir:

Mackay (þ.e. Bones) taldi upp nokkra kandídata (í starfið) og lýsti styrkleikum þeirra, en hann varð að hætta í miðju samtali vegna þess að leikmaður hans birtist. Mackay (Bones) skrifaði Loy bréf þar sem hann baðst afsökunar á að hafa þurft að binda endi á samtalið og lét fylgja símanúmer sitt ef ske kynni að Loy hefði frekari spurningar.

Þetta var handskrifað bréf. EKKI SMS eða tölvupóstur!!!

Hvað gerðist?

Mickelson sá bréfið og kunni strax við hvernig Mackay (Bones) hafði höndlað málið. Hann sagði Loy frá því að hann hefði þá þegar séð í hendi sér hvern hann vildi frá sem kylfusvein. Þegar Phil spilaði á fyrsta móti sínu sem atvinnumaður árið 1992, US Open þá var Mackay (Bones) við hlið hans.“

Mickelson hefir unnið sér inn yfir $80 milljónir í verðlaunafé á PGA Tour á ferli sínum. Jafnvel ef einungis er giskað á lægstu prósentu, sem kylfusveinar fá hjá kylfingum sínum (7% án nokkurra fastra launa ….. og það er nokkuð öruggt að Phil er að gera vel við Bones og hann fékk miklu meira) þá er bréf það sem Bones skrifað á sínum tíma meira en $ 6 milljóna virði!!!

Það er algerlega vanmetið í dag að skrifa gamaldags bréf!!!