Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2022 | 10:00

Unglingamótaröðin 2022 (1): Perla Sól – GR– sigraði í fl. 15-16 ára telpna

Fyrsta mót tímabilsins á Unglingamótaröðinni 2022 fór fram á Kirkjubólsvelli hjá Golfklúbbi Sandgerðis dagana 27. -29. maí. Alls tóku 144 keppendur þátt og var mótið fullmannað. Golfklúbbur Sandgerðis var framkvæmdaraðili mótsins.

Keppnisfyrirkomulagið var höggleikur, 54 holur hjá elstu aldursflokkunum, 17-21 árs en 36 holur hjá 16 ára og yngri. Þoka setti strik í reikninginn á lokahringnum og gátu því ekki allir flokkar lokið við lokaumferðina á sunnudeginum.

Í flokki 15-16 ára telpna voru keppendur 22. Sigurvegari varð Perla Sól Sigurbrandsdóttir, úr Golfklúbbi Reykjavíkur. Sigurskor hennar var 4 yfir pari, 148 högg (78 70).

Sjá má öll úrslit í telpnaflokki 15-16 ára hér að neðan:

1 Perla Sól Sigurbrandsdóttir GR  +4 148 högg (78 70)

2 Auður Bergrún Snorradóttir GM +13 157 högg (82 75)

3 Fjóla Margrét Viðarsdóttir GS +15 159 högg (82 77)

4 Eva Kristinsdóttir GM +19 163 högg (85 78)

5 Ásdís Eva Bjarnadóttir GM +25 169 högg (85 84)

6 Gabríella Neema Stefánsdóttir GM 171 högg (91 80)

T7 Katrín Embla Hlynsdóttir GOS 172 högg (93 79)

T7 Heiða Rakel Rafnsdóttir GM +28 172 högg (90 82)

T9 Helga Grímsdóttir GKG +29 173 högg (89 84)

T9 Elísabet Ólafsdóttir GKG +29 173 högg (89 84)

11 Þóra Sigríður Sveinsdóttir GR +30 174 högg (95 79)

T12 Dagbjört Erla Baldursdóttir GM +32 176 högg (91 85)

T12 Birna Rut Snorradóttir GM +32 176 högg (91 85)

T14 Elísabet Sunna Scheving GKG +35 179 högg (98 81)

T14 María Rut Gunnlaugsdóttir GM +35 179 högg (92 87)

16 Kristín Helga Ingadóttir GKG +39 183 högg (99 84)

T17 María Ísey Jónasdóttir GKG +41 185 högg (96 89)

T17 Karitas Líf Ríkarðsdóttir GR +41 185 högg (95 90)

19 Þórunn Margrét Jónsdóttir GKG +53 197 högg (105 92)

20 Katla Bríet Björgvinsdóttir GKG +77 221 högg (120 101)

DQ Karen Lind Stefánsdóttir GKG

WD Brynja Dís Viðarsdóttir GR

Í aðalmyndaglugga frá vinstri: Jón K Baldursson dómari mótsins, Auður Bergrún, Perla Sól og Lárus Óskarsson frá GSG.

Keppendur í mótinu komu frá 13 mismunandi klúbbum víðsvegar af landinu.

Flestir frá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar eða 41 alls, þar á eftir kom Golfklúbbur Reykjavíkur með 23 keppendur og Golfklúbbur Mosfellsbæjar var með 21 keppendyr, þar af 16 stúlkur.

Klúbbur Drengir Stúlkur Samtals
Golfklúbbbur Kópavogs og Garðabæjar 29 12 41
Golfklúbbur Reykjavíkur 13 10 23
Golfklúbbur Mosfellsbæjar 5 16 21
Golfklúbburinn Keilir 16 3 19
Golfklúbbur Akureyrar 11 3 14
Golfklúbburinn Leynir 5 2 7
Nesklúbburinn 7 0 7
Golfklúbbur Selfoss 3 1 4
Golfklúbbur Suðurnesja 2 1 3
Golfklúbbur Ísafjarðar 2 0 2
Golfklúbbur Skagafjarðar 1 0 1
Golfklúbbur Vestmannaeyja 1 0 1
Golfklúbburinn Hamar Dalvík 1 0 1