Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2022 | 22:00

Unglingamótaröðin 2022 (1): Logi Sigurðsson – GS – sigraði í fl. 19-21 árs pilta

Fyrsta mót tímabilsins á Unglingamótaröðinni 2022 fór fram á Kirkjubólsvelli hjá Golfklúbbi Sandgerðis dagana 27. -29. maí. Alls tóku 144 keppendur þátt og var mótið fullmannað. Golfklúbbur Sandgerðis var framkvæmdaraðili mótsins.

Keppnisfyrirkomulagið var höggleikur, 54 holur hjá elstu aldursflokkunu, 17-21 árs en 36 holur hjá 16 ára og yngri. Þoka setti strik í reikninginn á lokahringnum og gátu því ekki allir flokkar lokið við lokaumferðina á sunnudeginum.

Í flokki 19-21 árs pilta voru keppendur 8.  Sigurvegari varð Logi Sigurðsson frá Golfklúbbi Suðurnesja. Sigurskor hans var 1 undir pari, 143 högg (72 71).

Sjá má öll úrslit í flokki 19-21 árs pilta hér að neðan: 

1 Logi Sigurðsson GS -1 143 högg (72 71)
2 Björn Viktor Viktorsson GL +1 145 högg (69 76)
3 Arnór Daði Rafnsson GM +5 149 högg (73 76)
4 Mikael Máni Sigurðsson GA +8 152 högg (71 81)
5 Aron Ingi Hákonarson GM +11 155 högg (77 78)
6 Ólafur Marel Árnason NK +14 158 högg (81 77)
7 Hákon Ingi Rafnsson GSK + 15 159 högg (79 80)
8 Birkir Blær Gíslason NK +25 169 högg (87 82)

Í aðalmyndaglugga frá vinstri: Jón K Baldursson dómari mótsins, Björn Viktor, Logi, Arnór Daði og Lárus Óskarsson hjá GSG. Mynd: GSÍ.

Keppendur í mótinu komu frá 13 mismunandi klúbbum víðsvegar af landinu.

Flestir frá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar eða 41 alls, þar á eftir kom Golfklúbbur Reykjavíkur með 23 keppendur og Golfklúbbur Mosfellsbæjar var með 21 keppendyr, þar af 16 stúlkur.

Klúbbur Drengir Stúlkur Samtals
Golfklúbbbur Kópavogs og Garðabæjar 29 12 41
Golfklúbbur Reykjavíkur 13 10 23
Golfklúbbur Mosfellsbæjar 5 16 21
Golfklúbburinn Keilir 16 3 19
Golfklúbbur Akureyrar 11 3 14
Golfklúbburinn Leynir 5 2 7
Nesklúbburinn 7 0 7
Golfklúbbur Selfoss 3 1 4
Golfklúbbur Suðurnesja 2 1 3
Golfklúbbur Ísafjarðar 2 0 2
Golfklúbbur Skagafjarðar 1 0 1
Golfklúbbur Vestmannaeyja 1 0 1
Golfklúbburinn Hamar Dalvík 1 0 1