
Ungi, ítalski ástríðukylfingurinn: Matteo Manassero – I. hluti
Í júníblaði Golf World 2011 er stórskemmtilegt viðtal við unga, ítalska undra-kylfinginn Matteo Manassero, sem varð 18 ára 19. apríl s.l. vor.
Hér er fyrsti hlutinn af fimm þar sem stiklað er á því helsta í viðtalinu:
Matteo er sannkallað undrabarn í golfi. Hann vann British Amateur aðeins 16 ára og komst í gegnum niðurskurð á Masters, með langbesta skor af áhugamönnunum, sem þátt tóku á þessu risamóti allra risamóta 2010. Hann var aðeins 17 ára þegar hann vann sinn fyrsta sigur á Evróputúrnum. Nú eru sigrarnir orðnir 2, því hann vann líka á Maybank Malaysian Open, 17. apríl 2011. Og hann er þegar búinn að landa 6 risastyrktar- og auglýsingasamningum.
Matteo er einkabarn Roberto og Francescu Manassero, sem eru skilin. Matteo býr með mömmu sinni í Verona á Ítalíu, borginni þar sem m.a. frægu svalir Rómeó og Júlíu eru og sem alið hefir af sér hverja óperuprímadonnuna á fætur annarri. Foreldrar Matteo eru góðir vinir og styðja hann bæði í golfinu. Hann var aðeins 3 ára þegar hann fór á æfingasvæðið með pabba sínum í Garda golfklúbbnum, í 20 mílna fjarlægð frá Verona, klúbb sem Matteo er enn félagi í. (Sjá umfjöllun um Garda golfklúbbinn, hér á Golf 1, á morgun.)
Pabbi Matteo, Roberto, vann þá sem lyfsölumaður og var nýbúinn að skipta um áhugamál; hann var áður skíðamaður en tók síðan upp golfið. Roberto, pabbi Matteo er “scratchari” í golfi þ.e. forgjöf hans er í kringum 0. Matteo fylgdi honum og byrjaði með plastkylfum, en var fljótur að fara að slá með styttu 7-járni. “Ég vildi bara sjá boltann fljúga” sagði Matteo. “Þegar maður er farinn að ná laginu á því þá er maður hamingjusamt barn. Mér líkaði þetta miklu meira en leikfangabílar og lestir. Að slá var allt sem ég vildi gera … og í raun hefir ekkert breyst.”
Francesca, mamma hans sagði að þegar Matteo var lítill hefði verið ómögulegt að fá hann til að vera rólegan á matmálstímum, nema þegar myndbandið af viðureign (ítalska kylfingsins) Costantino Rocca við John Daly var sett í tækið, þá sat Matteo litli rólegur, horfði á og borðaði matinn sinn. “Ég vissi að þetta var ekki eðlilegt” sagði Francesca, sem enn þann dag í dag keyrir Matteo og sækir af golfæfingum. “Ég bara gerði það sem hann bað mig um og velti því fyrir mér hvort hann hefði einhverja hæfileika (í golfinu).”
“Mér líkuðu aldrei teiknimyndir” sagði Matteo. “Golfið voru teiknimyndirnar mínar. Það var allt og sumt sem ég vildi horfa á. Ég vissi ekki hvert skorið var eða hver var að vinna, ég hugsa að mér hafi líkað við litina og hvað gæjarnir voru að gera.” Matteo þótti lengi gaman að stæla Costatino þegar hann setti niður púttið eftir 72 holur á St. Andrews og knúði fram umspil við Daly og barði með hnefanum í grasið.
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 2. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jenny Sigurðardóttir – 2. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 18:00 PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open
- febrúar. 1. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster