Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2011 | 19:00

Ungi, ítalski ástríðukylfingurinn: Matteo Manassero – III. hluti

Matteo Manassero er vanur því að kunningjar og jafnvel vinir viti lítið af vaxandi frægð hans og um það segir hann: „Það er sorglegt, en þetta er bara skrítna lítið mitt, golf.“

En föður hans Roberto, sem sjálfur er „scratch“-kylfingur finnst þetta ekkert skrítið. Hann segir að golfið hafi kennt Matteo „aga og sjálfsstjórn.“ Roberto bætir síðan við:„Vissi ég að hann yrði þetta góður?“ „Nei, aldrei. En ég gat séð að hann hafði ástríðuna.“

Það var hún sem var grunnurinn að sambandi Matteo við Seve Ballesteros, en hann er uppáhaldskylfingur Matteo. Það skipti engu að þegar Matteo og Seve hittust í fyrsta sinn, en þá var Matteo 10 ára og þeir fóru í chipp-keppni á æfingaflötinni á Garda golfvellinum 2003  (sjá grein Golf 1 um völlinn), þá var leikur Seve að ganga í gegnum erfitt tímabil hnignunar. „Ég reyndi aldrei að herma eftir honum“ segir Matteo. Mér líkaði vel við persónuleika hans, og það hvernig hann kom af litlum efnum og hann reyndi svo ákaft að spila vel fyrir fólkið sitt. Hann var ólíkur öðrum kylfingum. Ég ber sjálfan mig aldrei við Seve, en á minn eiginn hátt myndi mig langa til að vera öðruvísi eins og hann var.“

Líkt og Ballesteros nálgast Matteo golfið líkt og það sé verkefni. 13 ára gamall byrjaði hann í tímum hjá Alfredo Binaghi, sem ítalska golfsambandið hafði stuttu áður skipað yfirþjálfara landsliðsins.Binaghi var í 20 ár á Evróputúrnum og fór 14 sinnum í gegnum Q-school, hann vissi um þær áskoranir að vera kylfingur frá Ítalíu og var ákveðinn að snúa blaðinu við. „Þegar ég spilaði þá stóð ítalski atvinnukylfingurinn einn: hann hafði engan kaddý, sem var stöðugt með, hafði litinn fjárhagslegan stuðning, engan þjálfara og fáa ef nokkra ítalska stuðningsmenn,“ sagði hann. Þetta var spennandi líf, en það var líka harðneskjulegt vegna þess að það var svo lítill árangur.  Það voru Ítalir, sem höfðu hæfileika, en enginn okkar skildi í raun keppnisgolf nægilega vel. Markmið mitt var að gera ungu kylfingana að einstaklingum sem höfðu stjórn og slógu vel og gátu staðið sig í mótum en ekki bara náunga sem héldu sýningar yfir hversu langt þeir slógu eða voru með önnur „fancy“ þ.e. skrautleg högg.“

Binaghi viðurkennir að mikinn meirihluta ferils síns hafi hann verið kylfingur í síðargreinda flokknum.  Hann féll fyrir að vera það sem nefnist á ítölsku „la bella figura“, þ.e. að leggja meira upp úr sýndarmennsku en efnilslegum gæðum.

Jafnvel sem lítll strákur var Matteo það gagnstæða. Leikur hans byggðist á nákvæmni og stöðugleika. Hann er frábær með járnunum, hæfileikaríkur með wedge-unum og öruggur í púttunum. Hann talar opinskátt um að hann staðsetji boltann með drævum sínum, finna réttu staðina á flötunum til að staðsetja sig. Leikur hans fellur í mót Lee Trevino, fullkominn og þráðbeinn, með lágt boltaflug, hann forðast mistök og hefir hæfileika þegar taka þarf mikilvæg högg.

„Alveg eins og ég þá er hann (Matteo) ekki nútíma kylfingur,“ segir nr. 1 í heiminum, Luke Donald um Matteo. „Það sem hrífur mig mest við hann er framkoma hans á vellinum,“ bætir Edoardo Molinari við, sem er vinur og félagi Matteo á túrnum. „Matteo er mjög góður í að skila góðu skori sama hvernig hann er að spila. Venjulega hittir hann margar brautir og flatir, en hann er líka frábær í stutta spilinu. Það er mjög gott í risamótunum.“

Binaghi segir ástæður velgengni Matteo felast í tæknilegum yfirburðum hans. „Hann slær vel nær góðum „kontakt“ segir hann. „Handleggir og hendur fara mjög „sólíd“ í gegnum boltann – það er ekkert flipp eða snúningur á kylfuhöfðinu. Þetta er nokkuð sem ekki hjálpar upp á lengd höggsins, en þetta skilar sér í nákvæmni, sem er mikilvægari af þessu tvennu.“