Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 28. 2011 | 09:00

Ungar golfstjörnur

Golf er íþrótt, sem gott þykir að byrja að stunda sem barn. Flestir segja að börn séu svo mjúk og liðug og þeir sem byrji ungir að stunda íþróttina nái sveiflu og tilfinningu, sem þeir sem síðar byrja nái aldrei. Það heyrir líka til undantekninga að þeir sem byrja eldri að árum nái að skipa sér meðal hinna fremstu. En svo eru líka þeir kylfingar til sem urðu golfstjörnur þegar á unga aldri. Golf Digest hefir gert samantekt í máli og myndum yfir ungar golfstjörnur sem sjá má með því að smella hér:

UNGAR GOLFSTJÖRNUR

Meðal þeirra golfstjarna sem slógu í gegn á unga aldri eru Bobby Jones, sem m.a. komst í fjórðungsúrslit á einu stærsta golfmóti síns tíma US Amateur aðeins 14 ára að aldri árið 1916.

Jack Nicklaus vann fyrsta af 5 Ohio State unglingamótum sínum aðeins 12 ára gamall.

Ben Crenshaw vann þrívegis NCAA titla í háskóla og gerðist atvinnumaður 21 ára.

Seve Ballesteros gerðist atvinnumaður í golfi 16 ára, árið 1974.

Líkt og Crenshaw vann Phil Mickelson þrívegis NCAA titla á háskólaárum sínum og vann US Amateur 1990, 20 ára að aldri.

Yngstur allra ungra golfstjarna er líklegast Tiger Woods, sem aðeins 2 ára kom fram í Mike Douglas show með pabba sínum og sló golfhögg. Sjá má myndskeið af því hér – TIGER WOODS 2 ÁRA SÝNIR GOLFHÖGG Í ÞÆTTI MIKE DOUGLAS

Af ungum kvenkylfingum sem sjást í upptalningu Golf Digest eru m.a. Michelle Wie og Lexi Thompson, en sú síðarnefnda gerðist atvinnumaður í golfi aðeins 15 ára.