Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 9. 2011 | 07:00

Undankeppni Evrópuliðs karlaliða fer fram á Hvaleyrinni í júlí 2012

Á fundi EGA (Europen Golf Association) var samþykkt að Undankeppni Evrópumóts karlaliða í golfi færi fram á Íslandi 12.-14. júlí 2012. Fulltrúi EGA kom til Íslands í september s.l. og tók út nokkra velli hér á landi. Í framhaldi af þeirri heimsókn og ákvörðun mótanefndar EGA, var samþykkt í stjórn GSÍ að fara þess á leit við Golfklúbbinn Keili að mótið færi fram á Hvaleyrarvelli. Stjórn Golfklúbbsins Keilis tók málið fyrir á síðasta stjórnarfundi og var það samþykkt.
Lið Íslands keppir á mótinu, en reiknað er með að  12-14 lið skrái sig til leiks. Einungis 13 þjóðir tryggðu sér sæti á Evrópumóti liða í Portúgal s.l. sumar og síðan bætast við 3 efstu liðin í undankeppninni við og öðlast keppnisrétt á Evrópumótinu 2013.

Heimild: golf.is