Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 29. 2012 | 10:00

Umboðsmaður Tiger segir bók Hank Haney „fáránlega“

Umboðsmaður Tiger Woods skammaðist út í bók Hank Haney, fyrrum sveifluþjálfa Tiger, og sagði að „sófasálfræðin“ sem hann beitti Tiger væri „fáránleg“ og að ljóst væri að hún væri bara skrifuð til að upphefja hann sjálfan sem sveifluþjálfara.

Bók Haney þar sem hann greinir frá þeim 6 árum sem hann var sveifluþjálfari Tiger heitir „The Big Miss.“ Bókin fer í sölu 27. mars n.k., viku fyrir Masters.

photo

Golf Digest hóf að birta litla útdrætti úr bókinni í gær á vefsíðu sinni, en bókin er rituð með hjálp Jaime Diaz, sem er einn aðalpenni tímaritsins og hefir skrifað meira um Tiger í gegnum árin en nokkur annar.

Í einum útdrættinum segir Haney, sem er McKinney golfgúrú frá Texas, að starf hans hafi orðið erfiðara 2007, þegar Tiger var búinn að sigra í 12 risamótum og var að nálgast „18 sigra á risamótum met“ Jack Nicklaus.

„Það var meiri nauðsyn á öllu og minni skemmtun… Hann minntist aldrei á met Nicklaus, en það fór að vega þyngra á hverju risamóti,“ sagði í útdrættinum. „Og athafnir Tiger báru með sér að hann tryði því að hann hefði minni tíma til að vinna mótin en allir héldu.“

Haney sagði að markmið sveiflubreytinga hans (Tigers) hefðu verið að vernda vinstri hné hans.

Í bókinni kom líka fram að Tiger hefði alvarlega verið að hugsa um að gerast Navy SEAL. Pabbi Tiger, Earl, var „green beret“ í hernum, sem fór tvær leyniferðir í Vietnam stríðinu.

„Ég vissi ekki hvernig hann ætlaði að fara að því en þegar hann talaði um það var ljóst að hann var með plan,“ segir Haney m.a. í útdrættinum. „Ég hugsaði með mér „Wow, hér er Tiger Woods, besti íþróttamaður á jarðarkringlunni, kannski besti íþróttamaður allra tíma, á hápunkti ferils síns og í aðalatriðum tilbúinn að kasta öllu frá sér fyrir líf í hernum.“

Mark Steinberg, umboðsmaður Tiger Woods hjá Excel Sports Management, sagði í fréttatilkynningu að útdrættirnir sýndu að það sem Haney héldi fram, að bókin snerist um golf væri „augljóslega rangt.“

„Sófasálfræði sem hann beitir Tiger, um málefni sem þeir ræddu ekki einu sinni um er fáranleg,“ sagði Steinberg m.a. „Vegna föður síns þá hefir aldrei verið neitt leyndarmál að Tiger hefir alltaf virt herinn mikið, þannig að þegar Haney gerir þessa virðingu Tigers að einhverju neikvæðu, þá er það dónaskapur.“

Haney minnist einnig á tímann þegar Tiger var í 4 daga „special operations þjálfun“ árið 2004 í Fort Bragg, Norður-Karólínu.

„Tiger  tók tvívegis þátt í fallhlífarstökkvum og í maður-á-mann hernaðaræfingum, hljóp 4 mílur í herstigvélum og gerði æfingar í vindrörum,“ skrifaði Haney. „Tiger kunni vel við þetta en læknir hans, Keith Kleven, varð brjálaðist af áhyggjum hvað Tiger væri eiginlega að gera vinstra hnénu á sér.“

Haney sagðist hafa verið inni í eldhúsi þegar Tiger kom aftur eftir hlaupasprettinn langa í herstigvélunum. Hann sagði að Tiger hefði verið í slíkum stigvélum áður og hefði sagt við Haney „Ég bætti besta tímann minn.“

Tiger spilar í Flórída næstu tvær vikurnar fyrst á Honda Classic og síðan Cadillac Championship í Doral. Hann er að búa sig af kappi fyrir Masters en hann hefir ekki unnið á Augusta National frá árinu 2005.

„Truflandi tímasetning bókarinnar sýnir að hún snýr meira að því auglýsa Haney og það er honum mikilvægara en aðrir einstaklingar og mót,“ sagði Steinberg. „Það sem ritað hefir verið er trúnaðarbrot milli þjálfara og kylfings, kylfings sem eitt sinn leit á hann (þjálfarann) sem vin sinn.“

Heimild: GolfWeek