Cheyenne Woods Um sigur Cheyenne Woods
Cheyenne Woods , vinkona og fyrrum liðsfélagi Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur, í Wake Forest vann fyrsta sigur sinn á Evrópumótaröðinni fyrr í dag, þegar hún átti 2 högg á Minjee Lee í efsta sæti á Volvik RACV Ladies Masters í Queensland, Ástralíu.
Fyrir sigurinn fær Cheyenne ekki aðeins $ 57.000,- (þ.e. rúmar 6 milljónir íslenskra króna) heldur fær hún 2 ára undanþágu á LET þ.e. Evrópumótaröð kvenna.
Cheyenne virtist vera með kökk í hálsinum þegar hún hélt sigurræðuna en hún sagði m.a.: „Það hefir verið frábært að spila á Evrópumótaröðinni þetta s.l. ár. Ég hef séð til allra þessara frábæru leikmanna og spilað við liðsmenn Evrópu í Solheim Cup …. að geta komið hingað og keppt við þær og verða á toppnum var gríðarleg stórt fyrir mig.“
Svo mikill var spenningurinn heima fyrir í Bandaríkjunum, þegar ljóst var að Cheyenne ætti möguleika á sigri að Golf Channel sýndi beint frá síðustu tveimur klukkustundunum af mótinu, en miklu sjaldgæfara er að sýnt sé frá viðburðum í kvennagolfi.
Ekki liggur enn fyrir hvað nákvæmlega var í sigurpoka Cheyenne, en hún er líkt og frændinn frægi með auglýsingasamning við Nike og lék því með Nike poka, í Nike fatnaði og með Nike kylfur og bolta.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
