Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 20. 2011 | 15:00

Uihlein gerist atvinnumaður – sleppir síðasta semestrinu í Oklahoma State

Vikuna eftir að hann keppti fyrir Bandaríkin í Walker Cup á Royal Aberdeen s.l. september spilaði Peter Uihlein í fyrsta háskólamóti sínu á lokaári sínu í  Oklahoma State (en í þeim skóla hafa margir frábærir kylfingar stundað nám og spilað með golfliði skólans s.s. Eygló Myrra „okkar“ Óskarsdóttir, Caroline Hedwall, nýliði ársins á LET og Pernilla Lindberg).

Í þessu móti sem Peter tók þátt í deildi hann 41. sætinu á  Olympia Fields/Fighting Illini Invitational fyrir utan Chicago. Þetta var síðasta háskólamót hans, því Peter tilkynnti í gær, þ.e. 19. desember 2011 að hann ætlaði ekki að sitja síðasta semestur sitt í Stillwater heldur gerast atvinnukylfingur og er þegar búinn að gera umboðssamning við skrifstofu Chubby Chandler þ.eInternational Sports Management group. Hinn 22 ára Uihlein ætlar að keppa í fyrsta móti sínu sem atvinnumaður í Abu Dhabi þ.e. á Abu Dhabi HSBC Golf Championship á Evrópumótaröðinni í næsta mánuði og er að leita eftir undanþágum til þess að fá að spila á öðrum mótum Evrópumótaraðarinnar 2012.

„Á Evrópumótaröðinni eru haldin mót allt frá Bandaríkjunum til Kína, frá Kóreu til Suður-Afríku og Miðausturlödnum til Suðaustur-Asíu,“ sgði Uihlein í fréttatilkynningu. „Og þeir kylfingar sem hafa spilað á túrnum og eru enn félagar eru áhrifamiklir.“

Uihlein getur einnig fengið 7 undanþágur á PGA TOUR á næsta ári.

„Uihlein hefir varið s.l. árum í að byggja upp frábæran áhugamannsferil þar sem hann m.a. tók tvívegis þátt í Walker Cup, sigraði í Northeast Amateur og Sahalee Players, sem og US Amateur í Chambers Bay, en hann hefir oft sagt að hann ætlaði að klára árin sín 4 með „Kúrekunum“ (ens. Cowboys þ.e. golfliði Oklahoma State).

Jafnvel þótt Uihlein hafi tekið þátt í og ekki komist í gegnum Q-school bæði PGA TOUR og Evrópumótaraðarinnar í haust, er hann staðráðinn í að gefa háskólann upp á bátinn (Uihlein missti af 3 síðustu háskólamótum með Kúrekunum s.l. haust).

Meðan hann keppti í Q-school skipti hann um skoðun og er nú ákveðinn að feta veg atvinnumennskunnar. Hugmyndin að hafa heilt ár til þess að reyna að vinna sér inn kortið á Evrópumótaröðinni, fremur en að byrja á túrnum miðja árs 2012, var hluti af hugsunarferlinu.

Þjálfari karlaliðs OSU, Mike McGraw sagði í viðtali við GolfWorld að Uihlein hefði sagt honum frá ákvörðun sinni, 12. desember s.l. þegar þeir hittust.

„Þegar hann kom til mín var ég svolítið undrandi,“ sagði McGraw. „En hann útskýrði þetta fyrir mér og ég virði ákvörðun hans. Ég get ekki áfellst hann í það minnsta. Hann gaf okkur allt sem hann hafði í 3 1/2 ár.“

Uihlein hefir keppt á 6 atvinnumannamótum sem áhugamaður s.l. 2 ár og hefir náð niðurskurði 3 sinnum, en besti árangur hans er T-48 á Opna breska s.l. júlí, þar sem hann hlaut Silfurmedalíuna eftirsóttu, sem veitt er þeim áhugamanni, sem nær besta árangri.

„Ég er ánægður að Peter kemur til liðs við okkur,“ sagði Chandler. „Þetta er frumkvöðlaskref fyrir hann. Augljóslega væri auðveldara fyrir hann að hefja ferilinn í Bandaríkjunum, en ég hef séð kylfinga á borð við  Lee WestwoodCharl SchwartzelLouis Oosthuizen og Darren Clarke byggja upp ferla sína með því að spila um allan heim, þ.á.m. í Bandaríkjunum og Peter hefir vaxið kjarkur við það. Ég er viss um að hann á eftir að græða gríðarlega á reynslunni (sem hann fær í Evrópu).“

Heimild: Golf Digest