Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2016 | 18:00

U-18 piltalandsliðið í 2. sæti á EM e. 2. dag – Spilar næst g. liði Slóvakíu!

Íslenska piltalandsliðið U-18 ára bætti sig verulega á öðrum keppnisdegi í 2. deild Evrópumótsins. Keppt er í Tékklandi og fyrstu tvo keppnisdagana var leikinn höggleikur þar sem að fimm bestu skorin telja hjá hverju liði. Íslenska liðið var í fjórða sæti eftir fyrsta hringinn en í dag bætti liðið sig verulega og endaði í öðru sæti í höggleikskeppninni. Fjögur efstu liðin komast í undanúrslit og leikur Ísland gegn Slóvakíu í hreinum úrslitaleik um sæti í efstu deild á EM í þessum aldursflokki. Írland og Sviss mætast í hinum undanúrslitaleiknum.

Sex leikmenn eru í hverju liði og töldu fimm bestu skorin í hverri umferð.
Lokastaðan:

1. Írland +8
2. Ísland +31
3. Slóvakía +32
4. Sviss +34
5. Eistland +52
6. Tyrkland +61
7. Pólland +61
8. Ungverjaland +74
9. Króatía +102

Skor Íslands:

Hægt er að fylgjast með gangi mála á EM U-18 ára í Tékklandi með því að SMELLA HÉR: 

Birgir Leifur Hafþórsson er þjálfari liðsins og Ragnar Ólafsson er liðsstjóri.

Íslenska liðið er þannig skipað og skor þeirra á fyrsta keppnisdeginum er fyrir aftan nöfnin: Fimm bestu skorin telja á hverjum hring.

Par vallar er 72 högg:

Henning Darri Þórðarson (GK). 75, 77.
Fannar Ingi Steingrímsson (GHG). 76, 79.
Kristján Benedikt Sveinsson (GA). 76, 75.
Hákon Örn Magnússon (GR). 77, 73.
Hlynur Bergsson (GKG). 78, 72.
Arnór Snær Guðmundsson (GHD). 81, 72.

Tvö efstu liðin tryggja sér sæti í A-riðlinum á næsta ári.