Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2015 | 10:00

Tveir PGA Tour kylfingar rífast á Twitter vegna þess að annar þeirra hlustaði á Drake

PGA Tour kylfingarnir Will Wilcox og Brendan Steele rifust á Twitter vegna þess að Wilcox hlustaði á æfingasvæðinu á músík með hljómlistarmanninum Drake sem að mati Steele var of hátt stillt.

Það byrjaði á því að Wilcox afsakaði sig fyrir að hafa músíkina og hátt stillta.

Steele var ekkert sáttfús og vísaði til reglna PGA Tour um að það væri bannað að trufla aðra með háværri tónlist.

Wilcox kom tilbaka og sagðist myndu hafa lækkað hefði Steele beðið sig um það.

Steele svaraði engu eftir það.

Sjá má Twittersrifrildið með því að SMELLA HÉR: