„Tveggja hanska“ Gainey sigraði á Pebble Beach Invitational
Tommy Gainey setti niður 3 feta fugl á 18. holu og spilaði lokahringinn á 3 undir pari, 69 höggum þegar hann sigraði s.l. sunnudag, Kirk Triplett og William McGirt á Pebble Beach Invitational.
Gainey, sem nefnist „Tveggja hanska“ Gainey vegna svartra golfhanska sem hann er alltaf með á báðum höndum lauk keppni á samtals 11 undi pari, 277 höggum, þrátt fyrir að hafa verið 2 höggum á eftir forystumanni 3. hrings Robert Streg.
„Ég horfði á skortöfluna og vissi að ég þarnaðist púttsins til þess að sigra,“ sagði Gainey, sem náði fyrsta sigri sínum á PGA Tour í síðasta mánuði þegar hann bar sigur úr býtum í McCladrey Classic með lokahring upp á 60. „Ég var ánægður með að púttið fór í.“
Triplett, sem var í forystu þegar mótið var hálfna var á 68 höggum lokahringinn.McGirt var á 69 höggum lokahringinn.
McGirt og Triplett sem voru í hollinu á undan Gainey misstu báðir af fugli á 18. braut og fóru í 11 undir.
„Ég reiknaði út að ef ég væri 10 undir pari, myndi ég eiga möguleika á sigri,“ sagði Triplett, sem vann í fyrsta sinn á Champions Tour í sumar, einmitt á Pebble Beach á First Tee Open mótinu.
Gainey sem fyrr á keppnistímabilinu var í 3. sæti á Crowne Plaza Invitational, sló seinna höggið sitt á par-5 18. holunni í sandglompu. En með mjúkri sveiflu setti hann boltann alveg að pinna úr bönkernum.
„Ég er býsna góður bönkerleikmaður,“ sagði Gainey, sem vann $60,000 (6,5 milljónir íslenskra króna) af $300,000 (u.þ.b. 39 milljón íslenskra króna) pottinum sem í boði var. „Það er ekki hægt að biðja um meira en að sigra á Pebble Beach.“
Heimild: Golf Channel
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

