Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 19. 2014 | 10:30

Tvær konur í stjórn Evrópumótaraðarinnar

Tvær konur taka til starfa í höfuðstöðvum Evrópumótaraðarinnar í Wentworth næstu áramót, þær Sophie Goldschmidt og Jutta af Rosenborg.

Jutta af Rosenborg er fjármálasérfræðingur sem m.a. hefir unnið fyrir FTSE og fyrirtækjum skráðum á Nasdaq s.s. Aberdeen Asset ­Management.

Sophie Goldschmidt er hins vegar sérfræðingur í öllu sem viðkemur íþróttum.

Þessar skipanir eru hluti af „strategískri endurskoðun og umstrúktúreringu stjórnarinnar,“ komið á af David Williams eftir að hann tók við af Neil Coles sem formaður fyrir ári síðan, eftir að tilkynnt var að George O´Grady, framkvæmdastjóri, myndi láta af störfum.

Williams sagði: „Ég er ánægður að bjóða  þær Sophie Goldschmidt og Jutta af Rosenborg velkomnar í stjórnina. Skipanir þeirra í framkvæmdastjóra stöður styður við strategíu okkar um að víkka út og auka hæfileika og reynslu þeirra sem starfa í hjarta bissnessins á tímum þegar golfið er að taka breytingum.“