Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 21. 2016 | 23:00

Trump sýnir fram á algert þekkingarleysi sitt í golfi

Maðurinn sem gæti innan skamms orðið einn valdamesti maður heimsins, þ.e. Donald Trump sýndi algert þekkingarleysi sitt á leiknum, sem hann segist elska …. golfi.

Trump tók nokkrar mínútur af dýrmætum tíma sínum í prófkjöri Repúblíkanaflokksins um val á forsetaframbjóðanda í embætti forseta Bandaríkjanan,  til þess að kasta nokkrum yndisorðum á Colin Montgomerie (Monty).

Sem stendur auðvitað fyllilega undir þeim.

Verðandi fulltrúi Repúblíkana til embættis forseta Bandaríkjanna (Trump) fór á Twitter og þakkaði Skotanum Monty fyrir að láta sjá sig á eign sinni billjóna golfvellinum Trump Turnberry.

En í sama tvíti kom hann upp um þekkingarleysi sitt þega hann hrósaði hinum 52 ára Monty sérstaklega fyrir „að láta það að sigra í risamótum líta út fyrir að vera auðvelt.“

Monty hefir gert ýmislegt um ævina en aldrei sigrað í risamóti…. hann hefir hins vegar 5 sinnum landað 2. sætinu!

Þetta er bara röð af mistökum sem Trump hefir gert í kosningabaráttu sinni.  Nú nýlega ruglaði hann 9/11 við 7-Eleven súpermarkaðina … við „mikinn fögnuð“ Bandaríkjamannalkkl