Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2014 | 09:00

Trump skiptir um skoðun varðandi Aberdeen golfvöll sinn

Donald Trump hefir gefið út að hann hyggist byggja £5milljóna klúbbhús við golfvöll sinn í Menie, Aberdeen, Skotlandi … þrátt fyrir hótanir áður um að verja ekki einum penny meir í framkvæmdir þar.

Trump hefir staðið í málaferlum vegna þess að skosk stjórnvöld hyggjast byggja nýja vindaflstöð undan ströndum við völl Trump, sem hann segir skemma útsýnið af honum.

Trump sagði í kjölfarið að öll framtíðarplön m.a. um byggingu annars golfvallar og hótels hefði verið frestað.

Hann sagði að í staðinn myndi hann beina sjónum sínum að völlum sínum í Doonbeg á Írlandi og Turnberru í Ayrshire í Skotlandi, en þann síðarnefnda keypti hann í júní á þessu ári.

Trump sagðist ætla að verja £100milljónum í að byggja nýtt hótel í Turnberry og endurhanna nokkrar holur á hinum sögufræga Ailsa golfvelli, þar.

Varðandi fráhvarf sitt frá fyrri plönum sagði Trump: „Þegar við höfum lokið við klúbbhúsið í Trump International Golf Links Scotland munu allir sjá klassíkina og fegurðina í því.”

Trump andstæðingurinn skoski David Milne sem býr í Menie hafði m.a. þetta um áform Trump að segja: „Hann hefir aldrei staðið við neitt sem hann hefir sagst ætla gera eða staðið við dagsetningar.  Ef hann segir að það kosti hann £5milljónir,  þá erum við líklega að líta á eitthvað nær £50,000 byggt á framkvæmdum hans fram að þessu .”

Sjá má myndir af  Turnberry golfvellinum með því að  SMELLA HÉR: