Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 23. 2016 | 15:15

Trump mun spila fyrsta golfhringinn e. að hann var kosinn forseti við Tiger

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun spila fyrsta golfhring sinn frá því hann var kosinn við Tiger Woods.

Trump hefir ávallt verið mikill stuðningsmaður og aðdáandi Tiger.

Þeir hafa jafnvel unnið saman að hönnun golfvallar í Dubaí – Sjá um það nánar með því að SMELLA HÉR: 

Nokkuð skondið að Trump skuli spila við Tiger því hann hefir verið óspar á að gagnrýna Obama fyrir að spila golf fremur en að vera að laga ástandið innanlands (í Bandaríkjunum).

Eitt sinn þegar Obama var í golfi í fríi sínu hvatti Trump, Obama til þess að koma úr fríinu því að hans (Trumps) mati átti Obama frekar að vera í Louisiana ríki eftir að það hafði orðið illa úti vegna flóða.