Trump með ás
Í opinberri yfirlýsingu í gær, mánudagskvöldið, 28. mars 2022 greindi Donald Trump, 45. forseti Bandaríkjanna, frá því að hann hefði farið holu í höggi í einum golfklúbba sinna, þ.e. þeim á West Palm Beach, Flórída, og lýsti afrekinu í smáatriðum.
Trump varði afrek sitt, eftir að sumir notendur samfélagsmiðla létu í ljós efasemdir um að honum hefði tekist þetta.
Aðrir samfögnuðu Trump, m.a. Tim Swain, frambjóðandi Repúblíkana til Öldungardeildarinnar í Suður-Karólínu, sem ritaði „Trump fór holu í höggi“ á Twitter síðu sína og birti m.a. meðfylgjandi mynd af Trump.
Á myndinni má sjá Trump með 4-földum risamótssigurvegaranum og fyrrum nr. 1 á heimslistanum Ernie Els og atvinnukylfingunum Ken Duke, Mike Goodes, og Gene Sauers þegar hann sló draumahöggið (innskot: 5 í holli?)
Margir draga afrekið í efa (segja m.a. að hann hafi bara stillt sér upp hjá 4 manna ofangreindu holli og staðhæft að hafa fengið ás) og gera grín að Trump fyrir að lýsa afreki sínu í smáatriðum, þegar hann á sama tíma segist ekki þola „þá sem monta sig“ og hefir við ýmis tækifæri (ekki bara þetta) sagst vera „mjög hógvær einstaklingur.“
Hinn 75 ára Trump lýsti afreki sínu svona:
„It took place at Trump International Golf Course Club in West Palm Beach, Florida, on the 7th hole, which was playing 181-yards into a slight wind. I hit a 5-iron, which sailed magnificently into a rather strong wind, with approximately 5 feet of cut, whereupon it bounced twice and then went ‘clunk,’ into the hole.“
„Anyway, there’s a lot of chatter about it, quite exciting, and people everywhere seem to be asking for the facts.“
Svo sagði hann aðspurður um hver hefði unnið af fimmmenningunum, sem áttu að hafa verið að leik:
„I won’t tell you who won because I am a very modest individual, and then you will say I was bragging — and I don’t like people who brag!“
Trump segist vera með 1.8 í forgjöf.
Fólk efast um afrek Trump, því hann hefir m.a. orðið uppvís að því að taka upp bolta og setja sjálfur í holuna.
En hvað sem líður öllum montsögum af Trump þá er kannski bara markmið hans að vekja umtal og komast í fréttirnar og ef svo er hefir honum svo sannarlega tekist ætlunarverk sitt …. svo vel að m.a.s. er verið að skrifa um hann á lítilli golfsíðu hér á Íslandi.
Það sem minna hefir verið í fréttum er að barnabarn Donald Trump, Kai, 14 ára, vann nýlega mót á Trumpvelli í Flórída svo glæsilega að talið er að hún sé langtum hæfileikaríkasti kylfingurinn af Trump-unum og þykir mikið efni.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
