Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2016 | 15:30

Trump fær ekki að halda Opna breska á Turnberry

Tthe Royal and Ancient Golf Club hefir hafnað umsókn forsetaframbjóðandans Donald Trump um að Opna breska risamótið megi fara fram á golfvelli hans Trump Turnberry.

Trump gengur sem stendur vel í prófkjöri Repúblíkana; vann Suður-Karólínu og fær að taka þátt í  ‘Super Tuesday’ í næstu viku sem helsti frambjóðandi Repúblíkanaflokksins.

En þótt vel gangi í augnablikinu er ýmislegt annað að pirra kallinn því Turnberry, í Ayrshire, sem hann keypti 2014 vegna þess að völlurinn var álitinn vera líklegur kandídat til þess að fá að vera mótsstaður risamóts allra risamóta – því elsta og venjufastasta- Opna breska – er nú ekki lengur á lista yfir líklega mótsstaði þar sem Opna breska mun fara fram.

Draumur Trumps um að fá að halda Opna breska hefir verið veitt högg af  the Royal and Ancient Golf Club – vöggu golfsins og yfirstjórnsýslu alls golfs í heiminum.

Aðspurður um framtíðar Opna bresku mót þegar Trump keypti völlinn þá sagði hann: „Við höfum nú flottasta völlinn í öllu golfi, þannig að á endanum komast þeir ekki hjá að halda mót hér.
En the Royal and Ancient Golf Club er einmitt að standa sig vel í að forðast að halda Opna breska á Turnberry.

Turnberry kom skv. R&A ekki til greina sem mótsstaður 2017-2019 og Martin Slumbers, sem er nýlegur yfirmaður R&A gerði lýðnum ljóst að staðurinn hlyti heldur ekki heiðurinn 2020 eða 2021.

En hverjar skyldu nú vera ástæður þess, að litið er framhjá Turnberry sem mótstað Opna breska í framtíðinni, sérstaklega þegar Trump hefir varið svo miklum peningum í að endurbyggja staðinn? Sonur hans Eric komst m.a. svo að orði að „(þeir) hefðu haft ótakmarkaða fjármuni og hefðu þægindalega farið fram úr öllum fjárhagsáætlunum.“

Af hverju ekki að halda elsta risamótið í golfinu á jafn glæsilegum velli og Turnberry er?

Það sem stendur í vegi eru auðvitað allt að því rasistakomment Trump um múslimi og Mexíkana og minnihlutahópa sem R&A er þegar í vandræðum með að höfða til í golfinu.

Og hvernig kemst Slumbers upp með að forðast mann sem e.t.v. verður einn valdamesti maður heims, í pólítíkinni og er það þegar vegna gríðarlegra eigna sinna?

Nú, Slumbers sagði að Turnberry myndi enn verða á lista 10 valla sem kæmu til greina sem mótsstaðir Opna breska en kom síðan með mjög ósannfærandi rök af hverju flott umgjörð Turnberry væri óheppileg.

„Það væri hlægilegt ef forsetaprófkjör ætti að ákvarða hvað Opna breska fer fram,“ sagði Peter Dawson, forveri Slumbers, stuttu áður en hann dró sig í hlé í ágúst á sl. ári.

Fjölskyldugolf og að konur fái aðild að golfklúbbum virðist vera metnaðarmál hjá Slumbers, sbr. nýlegar fréttatilkynningar, þar sem segir að 15 konur fái félagsaðild í Royal and Ancient GC, en minna atriði virðist vera að Opna breska fari fram á golfvelli, sem maður, sem hugsanlega gæti orðið næsti forseti Bandaríkjanna, á.