Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2015 | 11:00

Trump: „Ég er nr. 1 meðal s-ameríkanskra innflytjenda“

Svo sem allir golfáhangendur vita hófst Opna breska kvenrisamótið á Turnberry vellinum í Skotlandi í dag.

Völlurinn er í eigu Donald Trump, milljarðamærings, sem býður sig fram til forseta Bandaríkjanna.

Hann notaði auðvitað tækifærið og hélt ræðu við setningu mótsins.

Eftir það streymdi að honum hópur fréttamanna og spurðu hann spurninga hvernig Trump gengi í kosningabaráttunni.

Meðal þess sem Trump sagði er: „Ég er nr. 1 meðal Hispana (þ.e. suður-ameríkanskra innflytjenda í Bandaríkjunum).“

Þetta er nokkuð skondið komment í ljósi þess að Trump lenti í mikil vandræði eftir að hafa viðhaft niðrandi komment um Hispana, sem var til þess að mexíkönsk sjónvarpsstöð m.a. neitaði að sýna frá fegurðarsamkeppni, þar sem Trump er aðal-styrktaraðilinn. Trump var ekki af baki dottinn; hann meinaði öllum starfsmönnum þeirrar stöðvar aðgang að golfvöllum í eigu sinni.

Hér má sjá myndskeið þar sem Trump segist vera nr. 1 meðal Hispana SMELLIÐ HÉR: