Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2016 | 12:42

Tom Watson spilaði á aldri sínum á afmælinu

Sextíu- og sjö högg.

Heimsgolfhallar kylfingurinn Tom Watson hélt upp á afmælið sitt með viðeigandi hætti á lokahring the Shaw Charity Classic, þegar hann lék á aldri sínum á  7,086-yarda vellinum í Canyon Meadows í Calgary í Kanada.

Klappað við fyrir honum og áhangendur sungu „Hann á afmæli í dag“ bæði fyrir upphafsteighögg Watson og eins þegar hann var búin að skrifa undir skorkort sitt.

Þetta var ansi næs“ sagði Watson með glotti. „Það er bara, hvar er afmæliskakan? Ég vildi fá afmælisköku!“

Áttfaldi risamótsmeistarinn og 39-faldur titilhafi á PGA Tour stóð undir væntingum í fyrstu ferð sinni til Calgary.

Watson lék reyndar betur en aldur sinn á upphafshringnum þegar hann lék á 5 undir pari, 65 höggum.

Á afmælisdeginum sjálfum var hálf hráslaglegt og Watson var með 5 fugla og 2 skolla og var á 3 undir pari, 67 höggum.

Ég verð að segja að þetta var ansi svalt,“ sagði Watson. „Alltaf þegar maður nær að spila á aldri sínum, þá er það bara skemmtilegt!“

Watson átti í svolitilum erfiðleikum á 2. hringum, en þá lék hann á 72 höggum og varð því T-26 á samtals skori upp á 6 undir pari.

Hins vegar var enginn í mótinu sem var jafn eftirsóttur og Watson varðandi það myndatöku- og eiginhandaráritanabeiðnir.

Þetta er dásamlegt golfmót. Áhangendurnir eru frábærir,“ sagði Watson um the Shaw Charity Classic. „Þetta er það sem mér hefir verið sagt allt frá því þeir hófu að spila hér í Calgary, að áhangendurnir styðja virkilega við bakið á keppendum. Það er gaman að spila fyrir fólk hér.“

Og það eru ekki til nógu stór orð um Shaw og það sem þeir gera fyrir þetta samfélag. Þeir standa sig virkilega vel í að safna fjármunum fyrir góðgerðarverkefnin hér í kringum Calgary.“