Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 20. 2014 | 08:00

Tom Watson skorar á allt bandaríska Ryder Cup liðið að taka klakaísvatns áskoruninni – Rickie Fowler einn þeirra sem hefir tekið áskoruninni!

Bandaríski Ryder Cup fyrirliðinn Tom Watson er nú einn þeirra sem tekið hefir klakaísvatns áskoruninni (ens. #icebucketchallenge) sem farið hefir eins og eldur í sinu um alla félagsmiðlana.

Áskorunin gengur út á að hella verður jökulköldu klakaísvatni yfir sig og að því loknu fá menn að skora á 3 aðra til að gera slíkt hið sama og ofan á allt saman verður að styrkja gott málefni.

Í Bandaríkjunum er með klakaísvatns áskoruninni aðallega verið að vekja athygli á, styrkja og safna fé fyrir sjúkdómi sem nefnist amyotrophic lateral sclerosis (ALS) eða Lou Gehrig’s veikin (eftir frægum hafnarboltamanna í New York Yankees, sem dó úr veikinni).  Á íslensku nefnist ALS blönduð hreyfitaugungahrörnun og er eitt form hreyfitaugungahrörnunar MND (Motor Neuron Disease).

Í Bandaríkjunum einum hafa safnast $ 15 milljónir bara í síðasta mánuði samanborið við $1,8 milljón sem söfnuðust á sama tímabili á síðasta ári.

PGA.com birti myndskeið þar sem Tom Watson skoraði á allt Ryder Cup liðið (þann hluta sem fyrir liggur) að taka þátt í áskoruninni. Sjá má myndskeiðið með því að SMELLA HÉR: 

Rickie Fowler í klakaísvatnsáskoruninni

Rickie Fowler í klakaísvatnsáskoruninni

Einn þeirra, Rickie Fowler hefir þegar orðið við því og skoraði hann m.a. á Keegan Bradley og varð hann við því og Bradley skoraði síðan m.a. á Dustin Johnson – sjá má myndskeið af því með því að  SMELLA HÉR: 

Ýmsir aðrir þekktir í golfheiminum hafa tekið klakaísvatnsáskoruninni t.a.m. Michelle Wie:

Michelle Wie í klakaísvatnsáskorun

Michelle Wie í klakaísvatnsáskorun

Hér má sjá myndskeið af Tim Finchem, framkvæmdarstjóra PGA Tour sem tók klakaísvatns áskoruninni SMELLIÐ HÉR: 

Watson missti vin sinn og kaddý til langs tíma Bruce Edwards, þegar sá dó úr ALS árið 2004, þannig að áskorunin hefir sérstaka skírskotun fyrir Watson.

Tiger, sem ekki er hluti Ryder Cup liðsins í ár, hefir þegar tekið áskoruninni en það gerði hann ásamt Rory McIlory í þætti Jimmy Fallon „The Tonight Show.“

1-a-ice-bucket-challenge-on-vimeo