Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2011 | 18:00

Tom Lewis hækkar um 455 sæti á heimslistanum

Englendingurinn ungi Tom Lewis, sem sigraði svo glæsilega á Portugal Masters nú um helgina er hástökkvari vikunnar á listanum yfir bestu kylfinga heims.

Tom var í 852. sæti á heimslistanum í upphafi árs, en var búinn að koma sér 621. sætið fyrir þátttökuna á Portugal Masters.  Það var hækkun um 231 sæti og hefði mörgum þótt fínt.

Við sigurinn á Portugal Masters, sem er fyrsti sigur Tom á Evrópumótaröðinni hækkar Tom Lewis hins vegar um heil 455 sæti og er nú í 166. sæti á heimslistanum.

Af öðru markverðu á heimslistanum er helst að geta þess að Ben Crane komst við sigurinn á McGladreys í 50. sæti heimslistans en aumingja Tiger Woods færist sífellt neðar á listanum er nú í 55. sæti. Betur má ef duga skal!

Til þess að sjá heimslistann í heild smellið HÉR: