Tökuvélar staðsettar við „Frímerkið“
Komið hefir verið fyrir tökuvélum við Frímerkið (ens.: The Postage Stamp), sem er ein af goðsagnakenndum holum golfsins.
Frímerkið er á The Royal Troon þar sem 145. Opna breska fer fram 14.-17. júlí á þessu ári.
Brautin er eins og nafnið gefur til kynna með styttri holum í öllu keppnisgolfi, aðeins 133 yardar og spilast oft ekki nema 99 yardar eða 90,5 metrar.
Hún er svo sannarlega stysta holan í Opna breska risamótinu.

Claret Jug – verðlaunabikar Opna breska
Holan var valin til sýninga í samráði R&A við Sky Sports, sem keypt hefir sýningarréttinn á mótinu.
Tökuvélar verða í öllum 5 bönkerum sem eru í kringum flötina til þess að sýna fram á hversu erfið hún er þó stutt sé.
Það var þar sem Gene Sarazen náði ási á Frímerkinu á Opna breska 1973 og verður lengi í minnum haft en listi fórnarlamba holunnar eru þó öllu lengri m.a. í Opna breska t.a.m. var þýski kylfingurinn Herman Tissies, á martraðar 15 höggum þar í baráttunni um Claret Jug 1950.
„Frímerkið bara „öskraði á okkur að hún vildi vera aðalholan„“ sagði Rhodri Price, mótastjóri R&A, á blaðamannafundi sem haldinn var í R&A í aðdraganda elsta risamóts golfsins (Opna breska).
„Vegna leikástands m.t.t. boltaflugs sérstaklega manna eins og Bubba Watson (ein mesta sleggja golfsins), þá er mjög erfitt venjulega að koma fyrir tökuvélum á völlum án þess að þær trufli leikinn.„
„Við vitum af þessu en m.t.t. hversu stutt Frímerkið er þá var hægt að koma fyrir tökuvélum á þessum goðsagnakenndum hluta golfvallarins sem veitir dásamlega sýn (á leikinn).„
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
