Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2016 | 21:00

Tökumaður gagnrýndur fyrir tökur af Paulinu Gretzky e. sigur DJ á US Open

Tökumaður nokkur hefir verið gagnrýndur harðlega á félagsmiðlunum fyrir tökur á Paulinu Gretzky eftir sigur manns hennar Dustin Johnson á Opna bandaríska (US Open).

Paulina Gretzky var að fara að fagna manni sínum eftir sögulegan sigur hans í  Oakmount Country Club og fylgdi honum upp stiga klúbbhúsins eftir að hafa fagnað honum á 18. flöt.

Tökumaðurinn virðist hafa neglt tökuna á pilsfald Gretzky, á stutta hvíta kjólnum sem hún var í.

Það mætti gagnrýni á félagsmiðlunum, þar mátti m.a. sjá komment eins og: „This FOX cameraman should be embarrassed. I mean – really?!“  Fleiri gagnrýnisraddir voru í þessum dúr.

Sjá má töku tökumannsins með því að SMELLA HÉR: