Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2016 | 20:00

Töff golfbrella

Hér í meðfylgjandi myndskeiði má sjá ansi hreint snotra golfbrellu.

Golfbrellan er framkvæmd af golfkennaranum Taylor Laybourne, sem er áhugamaður í golfi, með mikinn áhuga á golfbrellum.

Ef vel er að gáð framkvæmir Laybourne í raun tvennt í einu; hann fleygir drævernum yfir öxl sér, grípur hann og slær viðstöðulaust.

Ég held ég hafi þurft að horfa á myndskeiðið 20 sinnum til að staðfesta hvað verið var að horfa á.

Spurning hvort nokkur ætti að vera að reyna við þetta því hættan er mikil að annaðhvort brjóta dræverinn  eða einhvern útlim!!!

Til að sjá brellu Laybourne SMELLIÐ HÉR: