Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2012 | 19:00

Tinnu gekk ekki vel á 1. hring á Banesto Tour Zaragoza mótinu í dag

Í dag hófst á Club de Golf la Peñaza í Zaragoza, á Spáni Banesto Tour Zaragoza mótið. Atvinnukylfingurinn, Tinna Jóhannsdóttir, GK tekur þátt og þetta var einfaldlega ekki dagurinn hennar í dag. Hún spilaði á + 9 yfir pari, 81 höggi og er sem stendur í 72. sæti.

Á morgun verður keppni um að komast í gegnum niðurskurð og verður Tinna að eiga frábæran hring til þess að það takist.

Laura Sedda.

Það eru 87 keppendur í mótinu og að venju eru þær gríðarsterkar.  Í efsta sæti sem stendur er ítalska stúlkan Laura Sedda, sem spilaði á -2 undir pari, 70 höggum Mjög fá skor voru undir pari eða aðeins 5.

Golf 1 óskar Tinnu góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna á Banesto Tour Zaragoza mótinu eftir 1. hring, smellið HÉR: