Tinna Jóhannsdóttir, 2014 Icelandic Women´s Champion in Match Play. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2012 | 18:00

Tinna Jóhannsdóttir, GK, spilar um sæti á Evrópumótaröð kvenna – Q-school LET byrjar á sunnudaginn

Tinna Jóhannsdóttir, GK, er nú á Spáni þar sem hún mun hefja leik á La Manga, sunnudaginn n.k., 8. janúar 2012, og keppa um eitt sæta á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðar kvenna (ens.: Ladies European Tour, skammst. LET). Aðeins einum íslenskum kvenkyfingi hefir tekist að komast á Evrópumótaröðina hingað til, þ.e. klúbbfélaga Tinnu, Ólöfu Maríu Jónsdóttur, GK. Með Tinnu í ferð er Björgvin Sigurbergsson, þjálfari hennar.

Tinna hefir verið við nám í San Francisco í Kaliforníu, þar sem hún spilaði golf með golfliði skóla síns. Hún gerðist atvinnumaður nú í haust og hóf ferilinn á The Cactus Tour í Bandaríkjunum. Þetta er í fyrsta skipti sem Tinna reynir að komast á Evrópumótaröðina.

Tinna er Íslandsmeistari í höggleik 2010 og sigraði tvívegis á Eimskipsmótaröðinni í sumar.