Tim Rosaforte látinn
Einn virtasti golffréttaritari heims, Tim Rosaforte er látinn.
Rosaforte var fæddur 25. október 1955 í Mount Kisco, New York og lést 11. janúar 2022 á heimili sínu í Palm Beach Gardens í Flórída.
Hann var því aðeins 66 ára þegar hann lést og var banamein hans sjúkdómur af völdum Alzheimer.
Rosaforte ritaði m.a. um golftengt efni fyrir Tampa Times, South Florida Sun-Sentinel, Palm Beach Post, Sports Illustrated og Golf Digest.
Jafnframt kom hann fram í sjónvarpi sem golffréttamaður m.a. á USA Network and Golf Channel.
Hann var sjálfur með 12 í forgjöf, var forseti sambands bandarískra golffréttaritara (Golf Writers Association of America) og eftir hann liggja 4 bækur.
Rosaforte hlaut margar viðurkenningar m.a. The PGA of America Lifetime Achievement in Journalism. Árið 2020 var hann einnig 12. heiðursmeðlimur PGA of America og komst þar með í hóp ekki ómerkari manna en m.a. fyrrum bandaríkjaforsetar Dwight D Eisenhower, Gerald Ford og George HW Bush. Hann var fyrsti fréttamaðurinn til þess að hljóta þessa viðurkenningu.
Háskóli Rosaforte, Rhode Island University, stofnaði golfnámsstyrk í hans nafni og honum til heiðurs.
Jay Monahan, framkvæmdastjóri PGA Tour sagði m.a. um andlát Rosaforte: „“The PGA Tour family lost a friend today in Tim Rosaforte, one of the great golf journalists of his generation.“
Tim Rosaforte skilur eftir sig eiginkonuna Genevieve, dæturnar Molly og Gennu og 3 barnabörn.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
