Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 21. 2016 | 14:55

Til hamingju Valdís Þóra!!!

Það má með sanni segja að Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni sé stolt okkar Íslendinga þessa stundina.

Hún var rétt núna að innsigla 2. sætið á lokaúrtökumóti LET, einni sterkustu kvenmótaröð heims.

30 stúlkur hlutu fullan keppnisrétt og næstu 30 þ.e. 30.-60 sætið takmarkaðan spilarétt á LET. Með 2. sætinu á lokaúrtökumótinu gulltryggði Valdís Þóra sér FULLAN keppnisrétt á LET.

Golf 1 mun að sjálfsögðu, eins og á undanförnum árum kynna efstu 30, þ.e. þær sem hlutu fullan keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna á næstu vikum.

Golf 1 óskar Valdísi Þóru innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur!!!

Við erum öll svo stolt af þér!!!