Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2011 | 14:00

Tiger Woods spilar í Abu Dhabi í janúar 2012

Tiger Woods hyggst hefja keppnisgolfið á næsta ári með því að spila í fyrsta sinn á Abu Dhabi Championship, sem fram fer 26.-29. janúar skv. heimildum skipuleggjenda mótsins. Venjulega hefir Tiger hafið keppnistímabilið með leik á Farmers Insurance Open, í Torrey Pines.  En á næsta ári verður allt öðruvísi (vonandi líka leikur hans!) En aðalástæða þess að hann spilar í Abu Dhabi er að hann fær 7 stafa upphæð bara fyrir að mæta á mótið!

Ástæðan fyrir að Abu Dhabi greiðir svo háar fjárhæðir fyrir kylfinga er til þess að vera betri en samkeppnin „Dubai Desert Classic.“ Framkvæmdastjóri mótsins Faisal al-Sheikh montaði af því að  „„risarnir í golfinuf” væru að koma til Abu Dhabi að spila”

Og það eru þeir svo sannarlega .

Meðal keppenda í Abu Dhabi verða m.a. nr. 1. á heimslistanum Luke Donald og sá sem á titil að verja, Martin Kaymer, ásamt 3 af sigurvegurum risamóta árið 2011— Sigurvegari Masters: Charl Schwartzel, Sigurvegari Opna bandaríska: Rory McIlroy og Opna breska: Darren Clarke. Eins spila í mótinu fyrrum nr. 1, (núverandi nr. 3 á heimslistanum) Lee Westwood, Jason Day og  K.J. Choi.

„Ég hef heyrt margt um Abu Dhabi og meistaramótið, sem er í uppáhaldi hjá mörgum kylfingum, sem spila aftur þar á hverju ári,“ sagði Tiger í fréttatilkynningu. „ Ég hlakka til ársins 2012 og vona að það verði gott ár golflega séð hjá mér.“ Mér hefir alltaf þótt gaman að spila í HSBC mótum um allan heim og ég hef haft áhuga að bæta Abu Dhabi HSBC Golf Championship á dagskránna hjá mér í nokkurn tíma. Ég er heillaður af því að fá að verja tíma í Abu Dhabi. Að heimsækja nýja staði er eitt af því, sem ég kann virkilega vel við, við það að vera atvinnukylfingur.