Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2012 | 15:00

Tiger Woods spilar á Pebble Beach í fyrsta sinn í 10 ár

Á heimasíðu Tiger Woods er eftirfarandi frétt:

„Tiger Woods tilkynnti s.l. mánudag að hann muni hefja 2012 PGA Tour keppnistímabilið á AT&T Pebble Beach National Pro-Am, sem fram fer  9.-12. febrúar n.k.  Þetta er fyrsta skiptið sem hann keppir í þessu móti síðan 2002.

„Ég er spenntur að byrja keppnistímabilið á PGA á AT&T Pebble Beach National Pro-Am,“ sagði Tiger „AT&T er frábær samstarfsaðili stofnunar minnar og ég hlakka til að spila í þessu móti.  Ég hef ekki tekið þátt í mótinu á síðustu árum, en ég hef fullt af góðum minningum af Pebble. Það verður gaman að snúa aftur þangað.“

Meðal skemmtilegustu minninga hans eru frá árinu 2000 þegar hann náði sér á strik eftir að hafa verið 5 höggum á eftir á lokahring A&T og vann Matt Gogel. Fjórum mánuðum síðar sigraði hann á 1 (af 14 risamótum, sem hann hefir unnið) U.S. Open á Pebble Beach á -15 undir pari.

„Þetta hefir alltaf verið einn af uppáhaldsstöðunum mínum,“ sagði Woods, sem fyrst sá ægifagran völlinn og klúbbhúsið með föður sínum, Earl, þegar hann var ungur.  „Þetta er e.t.v. fallegasti staður á jörðinni.“

Tiger byrjar hins vegar fyrr að spila, því hann mun taka þátt 26. janúar n.k. í Abu Dhabi, á HSBC Championship. […]