Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 27. 2018 | 10:00

Tiger vill að PGA Tour leyfi stuttbuxur

Á Evróputúrnum er kylfingum leyft að vera í stuttbuxum í mótum og the PGA of America leyfir stuttbuxur á æfinga- hringjum fyrir PGA Championship.

Tiger var í beinni í vídeó-i fyrir Bridgestone Golf og sagði m.a aðspurður hvað sér fyndist um að stuttbuxur yrðu leyfðar á PGA Tour:

Ég myndi elska það. Við spilum í einhverju heitusta veðurfari á jörðinni. Við eltum venjulega sólina og mikið af mótum okkar fara fram að sumri til og síðan yfir vetrartíman fara margir af strákunum til S-Afríku eða Ástralíu þar sem er sumar.“

Það myndi vera fínt að fá að klæðast stuttbuxum. Jafnvel ég með mínar litlu kjúklingaleggi, ég vildi gjarnan fá að vera í stuttbuxum.“

Þegar Tiger lætur í ljós skoðun sína, er hlustað. Það verður áhugavert að sjá hvort eitthvað breytist í þessum stuttbuxna- málum!

Sjá má myndskeið með Tiger með því að SMELLA HÉR: